Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bankahrunið - lándráð??

bankahrun copy

Það vekur óneytanlega furðu að mestu hryðjuverkamenn Íslandssögunnar skuli ganga lausir, felandi sig í glæsivillum erlendis með alla sína stolnu peninga og enginn gerir neitt.

Ríkisstjórnir þorir ekkert að gera og segir opinberlega að ekki skuli draga menn í járnum fyrr en sekt er sönnuð. Þetta er nátturulega hlægilegt í ljósi þess að menn eru iðulega settir í gæsluvarðhald útaf minni málum sérlega ef rannsóknaraðilinn telur hættu á því að hinn grunaði muni spilla rannsóknarhagsmunum. Ég fyrir mitt leiti myndi nú halda að þessir menn séu undanfarna mánuði búnir að vera iðnir við að kokka "trúverðugar" skýringar á peningum sem þeir bæði stálu undan skatti hér heima með því að flytja það í "rekstrarfélög" í skattaparadísum. Þarna er strax komið atferli sem er ólöglegt og varðar hegningarlög. Já, það varðar hegningarlög að stela undan skatti. Þetta eitt og sér ætti að vera nóg. Er ekki hinn venjulegi jón útí bæ gerður gjaldþrota, svo í fangelsi þegar minnsti grunur er á að hann skuldi 100 þús. í skatt? Skatturinn hér á Íslandi er nefnilega þeim hæfileika gæddur að í ljósi víðtækra heimilda, þá þarf skatturinn í sjálfu sér ekki að sanna eitt eða neitt, t.d. samanber áætlanir til skattlagningar, þar sem megin reglan hér á landi að þú ert sekur gagnvart skattyfirvöldum uns þú getur sannað sakleysi þitt!!! Hvað er þá eiginlega málið. Hverja er verið að vernda?

Nú er það staðreynd hinn almenni borgari er dreginn með lögregluvaldi til sýslumanna, sinni þeir ekki tilkalli sýslumanns í mætingu vegna fyrirtöku skulda. Hvers vegna ekki okkar heilögu bankamenn.

Væri ekki rétt að líta þetta með ólituðum gleraugum og handtaka alla þá stjórnendur sem "hugsanlega" gætu átt hlut að máli hér, setja þessa menn í gæsluvarðhald, á sama hátt og við myndum koma fram við grunaða glæpamenn? Er það ekki glæpur, já og jafnvel landráð, að með kerfisbundnum hætti vinna gegn hagsmunum Íslenska ríkisins (sem erum jú við;))? Mér finnst í það minnsta ver ansi mikil lykt af peningaþvætti af þeim málum sem upp hafa komið. En, eins og áður, þá gerir enginn neitt, þar sem stofnanir og embætti ríkisins (okkar) telja sig ekki í stakk búið að takast á við þetta.

Þetta er auðleyst!!

Alþingi, getur sett á stofn nefnd þingsins, þá með stuðningi lagasetningar um valdsvið hennar. Þessi nefnd gæti svo látið Interpol, sem meðhöndlar glæpamenn, náð í þessa gúbbulíusa sem eru búnir að kafkeira þjóðfélagið í slíka skuldasúpu að EKKERT fordæmi er til í Íslandssögunni, né á lýðveldistímanum!!!

Mér finnst háttsemi vissra aðila sem hér hafa skilið allt eftir í brunarústum með þeim hætti að hér hljóta að gilda lög um tilraun til landráðs. Það er búið að gera atlögu að íslenskum hagsmunum. Það er allavega von mín að settur sérstakur ríkissaksóknari muni með farsælum hætti svipta drullunni af þessum illa lyktandi skítahaug sem hér hefur verið skilinn eftir af ýmsum svínafeðgum;) og bankabullum.

Ef þessir aðilar eru eins saklausir og þeir segjast vera, og allt hafi verið með felldu, allt rétt gert og farið að lögum, hvers vegna í ósköpunum er ENGINN þeirra hér á klakanum? Ég, íslenski vitleysingurinn, bara spyr.


Hver sagði hvað?

Þá er maður kominn á blessað bloggið. Kannski að maður (vonandi) láti ljós sitt skína örlítið. En það hefur vart farið framhjá mér, frekar en nokkrum öðrum Íslendingi, já alveg niður í 8 ára, að ástandið hér er ansi furðulegt. Allavega, þá er manni orðið svo misboðin vitleysan að maður hefur ekki við því að hirða kjálkann úr götunni. Ég er ekki þekktur fyrir að vera kjaftstopp, en það hefur ískyggilega breyst nú á undanförnum mánuðum frá þessu blessaða kerfishruni okkar. Ætli kjálkinn sé ekki orðinn þreyttur og því neyðist maður til að nota fingurnar;) Enda á ekki penninn (eða lyklaborðið?) að vera máttugri en sverðið?

Já, hugsa sér vitleysuna. Hvaða vitleysingi datt það snjallræði í hug að senda 8 ára gamalt barn til að garga úr sér lungun á Lækjartorgi?? Hér þarf að staldra við! Hafa fullorðnir engin mörk til viðmiðunar við, í það minnsta réttlætis- eða siðferðiskennd? Eða, er þetta það sem koma skal? Að ef ekki er hlustað á fullorðið fólk, þá eru bara börnin send í skítaverkin eins og á forfeðraárum þegar börn voru vinnuþrælar - því fyrr því betra. Mér finnst þetta VÆGT TIL ORÐA TEKIÐ afar ósmekklegt. Til hvers að vera að ata börnunum okkar útí fullorðinsvandamálaskítapittinn með þessum hætti? Er það ekki hlutverk - já og jafnvel skylda -  okkar fullorðnu að vernda börnin okkar fyrir þessu rugli sem er í gangi? Kannski, já, jafnvel skila þeim betra landi en við erum með í höndunum í dag?

Ég reyndar að segja fyrir mitt leiti að mér fannst þetta ógurlega ,,kjút" svona í fyrsta kasti, svo breyttist þetta ,,kjút" í algjörann hroll og mér bara leið illa að mál hér séu orðin svo sver að börnin eru send í skítaverkin.  Er ekki nóg að þjóðfélagið sé GJÖRSAMLEGA á hvolfi? Þurfum við að draga börnin okkar í hluti sem þau hafa engan raunverulegan skilning á. Það sem ég held að hafi fengið á mig var reiðin í barninu, bíddu, hvaðan kom öll þessi heift í 8 ára gömlu barni? Barn sem ekki hefur kosningarrétt fyrr en að 10 árum liðnum - það er svona eftir ca. 3 ríkisstjórnir.

SORRY, veit hvað þú ert að hugsa;) - ...kallinn að bulla og á engin börn... -  ég á tvö yndisleg börn sjálfur, strák á 10 ári og stelpu á 12 ári, og veit það að 8 ára krakki hefur ekkert skynbragð á því sem hér hefur verið að kollsteypast yfir þjóðina. Annars geri ég ráð fyrir því að krakkar fengju kosningarrétt fyrir 10 ára aldur og þau fengju að ráða allt og öllu fram að sjálfræðisaldrinum, t.d. hvort þau færu yfir höfuð í skólann, nammi alla daga, tölvuna í staðinn fyrir út að leika, háttatíminn o.s.frv., væri þá ekki í lagi fyrir þau að aka bíl?

Ef fólk hefur áhyggjur af því að börnin blóti öllu illu við ástandinu og vilji tjá sig, þá held ég að flestir sem til þekkja að það endurspeglar fremur en annað hvað á sér stað umræðulega á heimilinu. Enda dylst það engum að börn fara með vandamálin sín af heimilinu í skólann og öfugt. Börn eru lika afar viðkvæm og næm fyrir áhyggjum okkar sem eldri erum og þeirri streytu sem þjakar okkur. Væri kannski ekki réttast að frekar leyfa þeim að fá útrás með því að skrifa bréf, hjálpa þeim svo að póstleggja það - hætta svo að horfa á fréttatímann í botni til þess eins að heyra næstu hryllingssögu í fréttunum? Ætlar einhver kannski að halda því fram að börn hafi raunverulega hugmynd um hvað  í gangi er, þegar við vart skiljum það sjálf? Með bréfi gefst allavega smá tími til að íhuga og ígrunda málið frá fleiri en hlið pabba og mömmu. Nei, það ætlar enginn að segja mér það að 8 ára gamalt barn hafi samið þessa ,, gargandi ræðu". Ekki misskilja mig, er ekkert að gera lítið úr því sem þessi 8 ára Íslendingur var að gera, heldur þeim skilaboðum sem verið er að senda hinum börnunum sem hugsanlega horfðu uppá þetta og við sem fullornir erum orðin verðum bara að bíta í tunguna á okkur - enda er það ekki börnunum okkar að kenna hvernig fyrir landinu er komið, er það? 

Það sem kannski vekur furðu mína mest með þetta mál, er að það virðist öllum sama um þetta, voða kjút allt saman. ,,Blessaður, leyfðu barninu að tjá sig..... gott að fá útrás svona"... var þetta hugsunin á bakvið þetta? Langflestir, sem betur fer, hafa verið sammála mér um ósmekklegheit þessi. Hver eiginlega heimilaði barninu að tala? Væntanlega hefur foreldri komið þar að, og ég býst við því að fundarstjóri hafi haft leyfi foreldra/foreldris? Væri ekki eðlilegast að halda fundarmönnum við kosningaraldurinn eða í það minnsta hverjir væru kosningarhæfir eftir 6 mán. til 2 ár?

Auðvitað er ekki nokkur möguleiki að ofvernda börnin á þann hátt að einangra þau alveg. Þau geta jú vel lesið, ekki satt. Dóttir mín greip frétt í blöðunum um ástandið í Palestínu og meðferðina sem þeir hljóta frá Ísraelum. Þetta fékk mikið á hana of fannst þetta illa gert að ráðast svona á minnimáttar. Eftir svona rúmlega hálftíma umræðu við hana um þetta mál þá spurði hún mig hvað ég myndi gera. Ég snéri spurningunni við og spurði hana um hæl hvað hún sjálf myndi vilja gera. Hún svaraði um hæl: ,,sko, veit ekki, en mig langar svo að senda Obama bréf". Auðvitað stökk pínu bros á kallinn, en krakkar hafa líka skoðanir, það veit ég, og það þýðir ekkert fyrir kallinn að bakka með þetta, þannig að við feðginin erum að semja bréfið, ég þá í enskuþýðingareftirlitinu og mun að öðru leiti ekki skipta mér af innihaldinu:) Mér samt dytti aldrei í hug að draga barnið í eina einustu mótmælagöngu. Þegar hún er orðin nógu þroskuð og gömul til slíkra hugpælinga þá tekur hún þær ákvarðanir sjálf á sínum forsendum fyrir sjálfan sig.

Allavega ætla ég að nýta mér nýfundið skoðunarfrelsi og senda þau skilaboð að þeir mega skammast sín sem láta börn taka þátt í fundarmótmælum með þessum hætti. Þau eiga að fá að tjá sig, en hvernig þá að gera það beint til þingsins eða til þess sem pirringurinn beinist að, fremur en að varpa þeim í ljónagryfjuna. Leyfum börnunum okkar að vera börn. Við hin sem eigum að teljast fullorðin, höfum vit á því skulum þess í stað að halda okkur við að garga á Alþingi og alla hina meðan börnin eru við leik og störf í skóla, enda er þetta fólkið sem við kusum yfir okkur og þar liggur okkar ábyrgð.


Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband