Þegar gera skal eitthvað...

... sem aldrei hefur verið gert áður, þá skal skapa hefðina.

Kosningar þar sem þú færð nokkur hundruð nöfn til að velja úr er jafn tilgangslaust og tilviljanakennt og taka þátt  lottóinu og halda að maður hafi 50/50 möguleika. 

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þykjast vita hvað er best í þessu. En, eitthvað segir mér að besta útkoman hljóti að koma frá Alþingi. Það hefur þegar verið kosið fólk á þing. Rolurnar þar blessuðu hafa ekki nein bein í nefinu (reyndar þrátt fyrir allt er það brjósk....) og taka ákvörðun í þágu kjósenda sinna. Nei, best að eyða tíma, mannskap og DÝRMÆTUM skattapeningum í að "kjósa" skrilljón manns.

En, kannski er best að stjórnlagaþing sé best úr garði gert af atvinnupólitíkusum í sambland við okkur almúgann. Þannig kannski reynist það auðveldara að fólk komist á jörðina með hvað "hin hliðin" hugsar.

En hvernig ætlar fólk að mynda sér skoðun á fólki sem það veit ekki tangur né tetur á, hvort það er klárt í kollinum eða nýsloppið af kleppi.

Vona bara að okkar fróða fólk, og vel menntuðu fræðimenn, komi pólitíkinni í skilning um hvað þarf að gera, og séu ekki hræddir við að láta skoðanir sínar í ljós vegna tengsla ríkisins við allar menntastofnanir landsins.

Ekki reyna að plata sjálfan þig. Stjórnvöld eru í eðli sínu eins og eining, mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lifa og stjórna... helst þér:)

kv.

Bjöggi. 


mbl.is Kjörið er ótraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband