Framsókn í frosti og Frjálslyndir farnir að veiða.

Þetta skýtur nú ansi skökku við. Í upphafi viðræðna í byrjun þessarar viku, þá héldu formenn þessara flokka Samfylkingu og VG því fram að þetta tæki snarta stund, þar sem flokkarnir lægju svo nálægt hvor öðrum. Sýnist sem svo að þetta ætli að vera erfitt fyrir VG að kyngja ESB bitanum, sem kom svona með í desert.

Tek undir með sem hafa verið að blogga og haft uppi áhyggjur um að þetta yrði svona popularisma-stjórn. Þ.e. allra mikilvægustu, og kannski allra nauðsynlegustu (og pottþétt erfiðustu og óvinsælustu) aðgerðirnar munu sitja á hakanum fram yfir kosningar í vor. Hví þetta er svo erfitt að semja sig áfram um næstu 2-3 mánuði????? Jah, það er von að maður spyrji. Eru verkefnin ekki ærin? Sagðist Samfylkingin og Vinstri Grænir vita NÁKVÆMLEGA hvað þeir ætluðu að gera?? Það þyrfti bara tvennt, skúra í Seðlabankanum og frysta Sjálfstæðisflokkinn.

Framsóknarflokkurinn hlýtur að vera frústreraður. Sérlega í ljósi yfirlýsinga þingmanna hans síðustu tvo daga, og ekki síst nýs formanns Framsóknar um að eitt að skilyrðum þeirra fyrir stuðningi við minnihlutastjórn yrði að þeir kæmu að einhverju leiti að borðinu í upphafi til að hafa pínu um það að segja hvað þeir væru að styðja. Ekkert hefur orðið að þeim fyrirheitum S og VG.

Frjálslyndir hljóta bara að klóra sig í hausnum, því eftir þvi sem ég best veit (leiðréttist ef ég hef það ekki rétt) þá þarf Frjálslynda líka til að verja minnihlutastjórn. þeir hljóta bara að horfa á skýin og dorga niður á bryggju eftir kola.

Mér er það mikið áhyggjuefni að hérna sé ekki að leysast úr stjórnarkreppunni sem virðist ríkja á Alþingi. Hvar eru allir Alþingismennirnir okkar? Hvernig stendur á því að þeir taka sig ekki saman og mynda sáttmála, allavega fram að kosningum, þannig að klakkinn fari ekki endanlega til helvítis.


mbl.is Fundað um stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband