Duttu um leið á hausinn.

Þetta er áhugavert test fyrir væntanlega ríkisstjórn. Ætli Framsókn heimti að gengið verði í hörku útaf Icesafe? Steingrímur var allavega mjög á skotskónum og gagnrýndi hart þegar fráfarandi ríkisstjórn sagði OK, þegar ESB í allri sinni mynd (já, meira að segja Danir og Svíar) fóru með fullum þunga og gerðu ráðamönnum það skýrt til athugunar, að ef ríkissjóðurinn íslenski myndi ekki ábyrgjast, þá myndi ESB ekki hætta á að það myndi búa til fordæmi og holskefla af sambærilegum málum myndi fylgja í kjölfarið. Ísland myndi borga, eða, Ísland myndi fá það borgað - þannig að ESB myndi hafa einangrað okkur, hugsanlega beitt okkur nokkurs konar efnahagsþvingunum. Allavega má gera ráð fyrir því, m.v. viðbrögð Breta við fjármagnsflutningum sem áttu sér stað korteri fyrir hrun.

Þá er að sjá hvort við náum ekki endanlega að komast tilbaka á steinöld, þegar VG og Framsókn, já og Samfylkingin eru búin að brenna brýrnar okkur að baki.

Fólk virðist alltaf gelyma því að það eru líka eignir að baki þessara skulda, ekki bara skuldir. Hentugt er fyrir ríkissjóð að hinkra með sölu þessara eigna, vernda þær, þannig að þær verði söluhæf vara innan fárra ára. Enda er ekki hjá því að líta að í heiminum í dag er almennt hallæri og eignaupptaka í formi verðfalls á eignum og verðhækkana vegna innflutnings og framleiðslu.


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband