Heimsmet í tíföldun!

Það er engu líkara að blessuðu "útrásarvíkingarnir" hafi fengið tilefni til að koma sér í samband við Guinnes heimsmetabókina. Hér er enn eitt dæmið, þ.e. Eimskip, um hversu ótrúlega vandasöm verkefni voru. Ég, allavega fyrir mitt leiti er farinn að skilja þetta aðeins betur.

Tíföldunarreglan: Þú kaupir fyrirtæki á verðinu 1, selur vini þínum það á verðinu 7, hann selur svo til ykkar sameiginlegs vinar á 15. Fyrirtækið er svo skuldsett í millitíðinni fyrir allt að 10. En, ekki gleyma að þurrka út sjóðina af öllu lausa- og eigiðfé fyrst, þannig að það sé pottþétt að arðuirnn skili sér frekar fyrr en seinna. Þannig að þegar fyrirtækið hittir smá erfiðleika, þá er allavega til 10-faldar skuldir til að velta sér uppúr. Þannig að fyrirtækið sem var keypt á 1, skuldar núna 10, og allir fitna. - ATH: Engar áhyggjur; Jómfrúrnar passa sko vel 10-földu peningana. Kerfið er ergo: Pottþétt!

Ekki heldur hafa áhyggjur þó dótið fari á hausinn, því fyrirtækið er bara virði ca. 5, þannig að þú færð felldar niður skuldir að jafnvirði 5. Flott útspil, þar sem þú leggur ekkert út, en græðir 10.

Máltækið: "Margur verður af aurum api";  á alls ekki við hér.

 


mbl.is Tap Eimskip 96,66 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband