Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Án Framsóknar væri okkur ekki....

skemmt, nema þegar Spaugstofan tekur kippilega syrpu. Mikið er gaman að sjá hvað Framsóknarmönnum er annt um að skemmta okkur skrílnum með svona sífelldu rifrildi og uppákomum:) Hugsanlega verður a.m.k. einn úr Framsókn að komast inn, svona bara til að halda uppi húmornum;)
mbl.is Deilt um Guðlaug í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona gerast kaupin á eyrinni.

Jams, það er ekki sama hvort maður er páll eða séra páll, þetta eru leikreglurnar sem þeir "íslensku" ætluðu sér að keppa við - gamlar (hundgamlar) peninga- og valdablokkir, sem vernda peninga, völd og ættartengsl jafnvel. Þetta er blokkir sem eru það háar að hárið úr hala Búkollu dugar víst skammt, þegar halinn er hárreittur.


mbl.is Norskir kaupendur fengu lán framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fræðilega séð!

Já, þetta er athyglisverð grein frá Hannesi í WSJ sem er að finna í þessari frétt. Það er samt merkilega merkilegt hvað stjórnmálafræðingur, sem er að mínu mati nokkurs konar þjóðfélagsfræðingur, er ætíð að falla í þá gryfju að þeóríst gangi hinn og þessi hlutur upp. En, eins og bankahrunið - þetta leit allt vel út á pappírunum, en eplið var svo rotið að innan að það bara féll saman við fyrsta mótlæti.
mbl.is Hannes Hólmsteinn: Óvinir Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnan að skila sér.

Þá er farið að koma meira og meira í ljós hvað var verið að baukast á vegum fyrrum ríkisstjórnar.
mbl.is Greiðslustöðvun Landsbankans staðfest í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða óvissa?

Hvað meinar Ögmundur? Gulli var löngu búinn að redda þessu. Dótið bara flutt í annað umdæmi. Það er algjört aukaatriði hvort að leið fólks í vinnuna sína tífaldist, nú eða jafnvel tuttugufaldist - enda ekki kostnaður sem lendir á ríkinu. Öggi - bara chilla kallinn, Gulli kláraði pakkann.

Er það úr minni manna farið hvernig "sameining" sjúkrahúsanna hér á höfuðborgarsvæðinu fór á sínum tíma? Hún sprakk eins og kjarnorkusprengja uppí andlitið á þeim sem sögðu að um væri "þýðingarmiklar" og "arðvænlegar" hagræðingar með ýmsum tilfærslum og sulli. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að kostnaður þvert á móti varð meiri og reksturinn mikið verr á sig kominn en ef menn hefðu reiknað aðeins lengur og betur.

Ekki er allt gull sem glóir.

Stundum er betur heima setið en af stað farið?

Á eitthvað af þessu við hér?


mbl.is Vill eyða óvissunni um framtíð St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ballið heldur áfram.

Já, það var sem ég segi, sagan og vitleysan endalausa. Þagnarskylda gagnvart hverjum? Hefur FME próforma þagnarskylduþvælurök framyfir heildarhagsmuni? Gaman væri að komast að því hverjum þeir sögðu EKKI frá þeim upplýsingum sem þeir lágu á. Ætli þeir séu yfir höfuð tilkynningaskyldir til einhvers? 

FME, þessi stofnun býr yfir rússínum til að grípa til ef fjármálafyrirtæki eru óþekk.

Þá er bara sjá til þess að allir bursti tennurnar - fnykurinn er orðinn þvílíkur.

Eina sem gæti komið jákvætt útúr þessu er að sérstakur saksóknari fái heimild alþingis/löggjafans til að skokka uppí FME og gera "úttekt" eða "leitarferð" og skoða hvað FME hefur undir höndum. Allavega virðist manni dæmið líta þannig út að þeir hafi vísvitandi leynt opinberar stofnanir og það ráðuneyti sem FME heyrir undir með ansi mörg mál.


mbl.is FME kallaði eftir frekari skýringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá byrjar ballið.

Jæja, þá er sérstaki saksóknarinn kominn í gírinn. Verður gaman að fylgjast með framvindu mála og hvernig til tekst.

Það sem kemur úr þessari vinnu setur væntanlega tóninn fyrir það sem koma skal.

Allavega byrjar hann vel, tekur til sín menn sem sulla í þessu allan liðlangan daginn og hafa skynbragð á því hvernig þessir hlutir fara fram. Ég get ekki ímyndað, allavega svona í fljótu bragði, hverjir aðrir eru vanir að umsýsla þessi mál, nema þá helst þeir sérfræðingar sem löggan sjálf notar í slíka hluti.

Spurning hvort hann ætti að sækja til víðri veggja, t.d. embætti skattrannsóknarstjóra? Þar er örugglega líka hæft fólk í þessi störf. Allavega betur til mála komnir en t.d. fjármálaeftirlitið, enda hefur það runnið á rassgatið í sífellu með aðgerðarleysi en stanslausum rannsóknum sem ekkert leiða af sér annað en bloggfærslu á síðu fjármálaeftirlitsins.


mbl.is Starfsmönnum fjölgar hjá embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð á leið í pólitík?

Þetta er alveg "ótrúlegt" hversu fljót núverandi ríkisstjórn er að dæla út frumvörpunum. Óþolandi dæmi um upplýsingaleysi fyrir stjórnvalda. Það liggur í augum uppi að flest ef ekki öll þessi frumvörp hafa verið í bígerð frá því í nóvember á síðasta ári.

Það er vonandi að menn drullist til að segja eitthvað opinbert um fleiri mál en seðlabankastjórana.

NÚMER EITT - Peninga inní bankakerfið.
Það leiðir tvennt af sér, a) Bjargar fjölskyldum a.m.k. tímabundið fram að næstu aðgerð, b) Bjargar fyrirtækjum frá tilhæfulausum og tilefnislausum gjaldþrotum.

Ég er orðinn pínu pirraður á þessu röfli um seðlabankann. Það er eins og ef Davíð víki þá sé bara allt honky-dory og allir sáttir. EN, það er allt í rjúkandi rúst samt sem áður.

Hugsa um heimili og fyrirtækin fyrst og fremst, það er nógur tími til að fara með moppu og klút og hreinsa til á ýmsum stöðum í þjóðfélaginu.


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir hafa heimild?

Það hrannast yfir mann ný og ný mál með ýmis undanskot, svik og rjómadúllur sem fylgja hruni bankanna.

Ég spyr: Hver ber ábyrgð á því að rannsaka þessa hluti? Hvar eru þeir? Eru þær stofnanir starfhæfar í dag?

Er furða að maður spyrji sig?

Hvar er skattrannsóknarstjóri ríkisins?
Hvar er auðgunarbrotadeild ríkislögreglustjóra?
Hvar er dómsmálaráðherra? (annað en ný mættur í vinnuna?)

Eru þetta virkilega ekki mál þess eðlis af þeim alvarleika að tíma og peningum sé eyðandi í að fara af fullri hörku gegn þessum tilteknu aðilum sem augljóslega eru með þessar krúsindúllur í einum tilgangi.


mbl.is Fjögur félög á Tortola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki píp um kvótann!!

Vá, maður hefði haldið að þar sem þeir 2 flokkar sem hafa hvað mest verið yfirlýstir andstæðingar kvótakerfisins og hafa hvað mest gagnrýnt kvótakerfið sem "gjafakvóta til hinna útvöldu". Jafnframt hafa þessir aðilar, þ.e. Samfylkingin og Vinstri Grænir, heitið því, æ ofaní æ, að komist þeir til valda þá myndu þeir leiðrétta þetta misrétti.

En, nú bólar ekkert á því. Ekki svo mikið sem píp. Samkvæmt því vinnuplaggi sem þessir flokkar vinna eftir nú eru: Númer eitt, er verið að sópa til í Seðlabankanum. Númer tvö er verið að gera eitthvað í öllu og því sem er að - ergo: sama rullan og fráfarandi ríkisstjórn fór með - engar breytingar þar.

Ekki er minnst einu pípi á kvótann, eða það tækifæri sem ríkið hefur til að koma þessum auðlindum tilbaka í hendur þeirra sem eiga auðlindina, þ.e. þjóðin sjálf. Á sama hátt og aðrar auðlindir eru nýttar, t.d. heitt vatn, gufur og fallvötn eru i almannaeigu, nema með þeim undantekningum þegar framangreint er á jörðum sem eru í einkaeigu. Það eru svo aðilar (t.d. ríki og sveitarfélög - sumum tilfellum einstaklingar) sem fá leyfi frá ríkinu til að nýta þessar auðlindir gegn ákveðnum leikreglum.

Ég heyrði þeirri tölu fleygt að sjávarútvegurinn skuldi ca. 800 milljarða iskr, en skuldaði fyrir ekki svo mörgum árum síðan um 70-80 milljarða iskr. Þarna eru "sægreifarnir" búnir að keyra upp skuldir sjáfarútvegsins með kvótabraski og áhættufjárfestingum í útrásarhugleiðingum - fjárfestingar sem hafa verið plataðar uppá þá, en, þeir sitja engu að siður í súpunni - skuldasúpunni fyrir vikið.

Það er einnig ólíðandi að eini flokkurinn á þingi, Frjálslyndir, sem var flokkur stofnaður sérstaklega til höfuðs kvótakerfisins og kvótabrasksins, skuli ekki keyra af mikið meiri hörku í þetta mál og nýta þann meðbyr og þá vakningu og siðferðiskennd (loksins) sem er að rísa hér í þjóðfélaginu á síðasta misseri.

Þjóðinni mun aldrei fá annað eins tækifæri til að skuldajafna skuldir vs. kvóta og færa þessa lang-verðmætustu eign Íslendinga aftur til fólksins. Það er íslenska ríkið sem á skuldirnar, og þar með kvótann sem er tryggingin fyrir skuldunum. Mér líst skelfilega illa á þá hugmynd sem maður hefur heyrt fleygt fram um að fella niður skuldir á sjáfarútveginn, til þess eins að gefa þeim "vinnuskilyrði" og vernda "tugi" fjölskyldna sem skapa sitt viðurværi á þeim forsendum - EN, hvað með hinar þúsunda fjölskyldna sem blæða, og hugsanlega munu blæða enn meira ef sjáfarútvegurinn hefur komið sinni áru svo illa fyrir borð að hann sé að leggjast á hliðina?

Eigendur og rekstraraðilar sjáfarútvegsins, eins og margt annað sukk sem er að komast uppá yfirboðið þessa dagana hafa sýnt af sér mikið vanhæfi í rekstrinum ef þetta er niðurstaðan eftir öll þessi ár að sjáfarútvegurinn sé bókstaflega á hausnum og löngu orðinn meira en tæknilega gjaldþrota.

Kvótann til fólksins.


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband