Færsluflokkur: Fjármál

Bankahrunið - lándráð??

bankahrun copy

Það vekur óneytanlega furðu að mestu hryðjuverkamenn Íslandssögunnar skuli ganga lausir, felandi sig í glæsivillum erlendis með alla sína stolnu peninga og enginn gerir neitt.

Ríkisstjórnir þorir ekkert að gera og segir opinberlega að ekki skuli draga menn í járnum fyrr en sekt er sönnuð. Þetta er nátturulega hlægilegt í ljósi þess að menn eru iðulega settir í gæsluvarðhald útaf minni málum sérlega ef rannsóknaraðilinn telur hættu á því að hinn grunaði muni spilla rannsóknarhagsmunum. Ég fyrir mitt leiti myndi nú halda að þessir menn séu undanfarna mánuði búnir að vera iðnir við að kokka "trúverðugar" skýringar á peningum sem þeir bæði stálu undan skatti hér heima með því að flytja það í "rekstrarfélög" í skattaparadísum. Þarna er strax komið atferli sem er ólöglegt og varðar hegningarlög. Já, það varðar hegningarlög að stela undan skatti. Þetta eitt og sér ætti að vera nóg. Er ekki hinn venjulegi jón útí bæ gerður gjaldþrota, svo í fangelsi þegar minnsti grunur er á að hann skuldi 100 þús. í skatt? Skatturinn hér á Íslandi er nefnilega þeim hæfileika gæddur að í ljósi víðtækra heimilda, þá þarf skatturinn í sjálfu sér ekki að sanna eitt eða neitt, t.d. samanber áætlanir til skattlagningar, þar sem megin reglan hér á landi að þú ert sekur gagnvart skattyfirvöldum uns þú getur sannað sakleysi þitt!!! Hvað er þá eiginlega málið. Hverja er verið að vernda?

Nú er það staðreynd hinn almenni borgari er dreginn með lögregluvaldi til sýslumanna, sinni þeir ekki tilkalli sýslumanns í mætingu vegna fyrirtöku skulda. Hvers vegna ekki okkar heilögu bankamenn.

Væri ekki rétt að líta þetta með ólituðum gleraugum og handtaka alla þá stjórnendur sem "hugsanlega" gætu átt hlut að máli hér, setja þessa menn í gæsluvarðhald, á sama hátt og við myndum koma fram við grunaða glæpamenn? Er það ekki glæpur, já og jafnvel landráð, að með kerfisbundnum hætti vinna gegn hagsmunum Íslenska ríkisins (sem erum jú við;))? Mér finnst í það minnsta ver ansi mikil lykt af peningaþvætti af þeim málum sem upp hafa komið. En, eins og áður, þá gerir enginn neitt, þar sem stofnanir og embætti ríkisins (okkar) telja sig ekki í stakk búið að takast á við þetta.

Þetta er auðleyst!!

Alþingi, getur sett á stofn nefnd þingsins, þá með stuðningi lagasetningar um valdsvið hennar. Þessi nefnd gæti svo látið Interpol, sem meðhöndlar glæpamenn, náð í þessa gúbbulíusa sem eru búnir að kafkeira þjóðfélagið í slíka skuldasúpu að EKKERT fordæmi er til í Íslandssögunni, né á lýðveldistímanum!!!

Mér finnst háttsemi vissra aðila sem hér hafa skilið allt eftir í brunarústum með þeim hætti að hér hljóta að gilda lög um tilraun til landráðs. Það er búið að gera atlögu að íslenskum hagsmunum. Það er allavega von mín að settur sérstakur ríkissaksóknari muni með farsælum hætti svipta drullunni af þessum illa lyktandi skítahaug sem hér hefur verið skilinn eftir af ýmsum svínafeðgum;) og bankabullum.

Ef þessir aðilar eru eins saklausir og þeir segjast vera, og allt hafi verið með felldu, allt rétt gert og farið að lögum, hvers vegna í ósköpunum er ENGINN þeirra hér á klakanum? Ég, íslenski vitleysingurinn, bara spyr.


Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband