31.1.2011 | 04:58
Það sem ég segi...
Jæja kæri lesandi. Takk öll sömul fyrir innlitin. Þrátt fyrir slappann "penna" lol:) að þá hafa a.m.k. all margir séð sér leið inná bloggið mitt. Takk og gleðilegt ár:) 2011... Látum það vera upphaf að einhverju betra fyrir Ísland og Íslendinga.
Það verður bara að segjast eins og er að klakinn varð ekki betri með kommum og krötum. Já, þar sem við höfum ennþá óskaddaða stjórnarskrá, þá er best að tjá sig af einhverjum mætti.
Ég hef ekki bloggað svo lengi að það eru heilir 21 mánuður síðan. Það AFAR sorglega við það er að sama kreddan virðist hrjá klakann mér finnst ég vera að lesa sömu fréttirnar... aftur... aftur... aftur... aftur... aftur og aftur. Veit hvað skal segja, en það er svo mikil Anti-Hægri-Stefna í gangi að fólk er alveg að tapa sér.
Kommar og kratar dansa í kringum varðeldinn sinn til að ríghalda í einhver völd. Fólk getur ekki einu sinni haldið kosningar til stjórnlagþings án þess að klúðra því illa, og eyða peningum skattgreiðanda útí bláinn. Sérlega vegna þess að íslenskar fjölskyldur vaða í peningum þessa dagana.
En, kannski getum við risið uppfyrir peningabullið. Eftir allt saman, hvernig deyjum við? Á sama hátt og við fæðumst. Allsber eins og krækiber og án peninga og veraldlegra gæða.
Nei, ég er ekki að hoppa í biblíuna og lesa yfir ykkur. En, hugsaðu þetta. Hvað er það á endanum sem skiptir raunverulegu máli? Er það hversu mikla peninga þú átt núna? eða er það AUÐURINN sem þú getur umlukið sjálfan þig af ást og umhyggju. (vá, já, ég veit, rosa væmið).
Vona að fyrir ykkur öll að 2011 sé upphaf að einhverju meiriháttar jákvæðu í ykkar lífi.
Ef þú hefur eitthvað jákvætt sem þú deila með mér og hinum, ekki bara hugsa það, segðu það. Þér og okkur mun líða svo miklu miklu betur.
kv. Bjöggi.
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.