31.1.2011 | 09:29
Nýársheitið.... man einhver?
Sko ... here goes...
Jú, gerir maður ekki alltaf sömu mistökin, ár eftir ár, eftir ár, eftir ár? Þannig að maður setur sjálfan sig í ómögulega og ósanngjarna stöðu, gagnvart sjálfum sér. Gefa sjálfum sér loforð sem maður veit að maður svíkur. Það er töff og flott fyrstu þrjá daga ársins, en svo tekur skammdegið og vinnudagur þar sem þú gerir þér grein fyrir því að jóla-fríið er búið.
En, ég held að í fyrsta skiptið í langan tíma, þá hafi ég haft nokkuð raunhæft markmið, og nokkuð mikilvæg. Það er að blogga eitthvað jákvætt. Gefa smá já inní lífið. Það er nefnilega ekki nóg að hugsa alltaf jákvætt (haha... veit ... það eru allir alltaf að segja að það sé major málið). Maður þarf að þjálfa sig í ákveðnum háttum, háttalagi og hugarfari. Maður þarf að af-þjálfa (sorry... fann ekki betra orð) sig af ýmiss konar mjög slæmri hegðun. (very bad djudju).
Vandamálið er, við föttum þetta aldrei sjálf. Það þarf alltaf einhvern annan til að benda á það sem betur mætti fara, gefandi sér að sá og hinn sami einstaklingur sé "betur farinn" en maður sjálfur.
Allavega, það er stórkostlega magnað hversu ofboðslega margt sem við gerum og segjum, hefur alveg hrikalega neikvæð áhrif, og stoppar mörg okkar frá því að geta fullnýtt (eða allavega að einhverri hærri prósentutölu) þann kraft sem við höfum innra með okkur.
Þeir sem vita hvað ég er að tala um eru núna að garga hástöfum "Haleluja" eða "Amen".
Þannig að á komandi viku ætla ég að finna mér tíma til að rita á hitt nýja bloggið mitt (okok... ef þú ert ekki crazy Liverpool aðdáandi... ertu samt velkomin/n). linkurinn verður hér til vinstri.
já-kveðja,
Bjöggi.
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.