1.2.2011 | 16:47
Til vinstri eða hægri??
Bíddu? Var það ekki vinstri vængurinn sem gargaði síðast að það væri verið að "troða" á fólki? Er málið ekki komið í hring? Eða, er þetta vinstri leiðin? : " Ahhh, svo þetta er niðurstaðan gott fólk? Nú, þá er best að setja málið í HengingarÓlina! Þá verður kostnaðurinn við niðurstöðuna allavega tvöfaldur, og fólk verður ennþá fúlt:)? "...
Ég vona að þetta blessist. Ég hef verið inná báðum þessum stofnunum og ekki hægt að bera saman. Er St. Jósefssp. betur borgið undir Landspítalanum? Ég er ekki sannfærður. Það er einhvern veginn þannig á Íslandi í heilbrigðisþjónustu, að menn ætla að spara á pappír xxx kr. Menn finna leiðir á pappír til að spara xxx kr. Þegar uppi er staðið þá enda menn með dýrara apparat en í upphafi leiðangurins.
Mér er minnugt þegar Borgarspítalinn var soginn inní Landspítala-skrímslið. Kannski að einhver dusti rikið af þeim skrám! Mér er allavega í fersku minni að menn urðu að lokum vonarvana og klóruðu sér mikið í kollinum að "planið" fór ekki alveg eins og ... "planað". Endaði með að kosta meira á endanum og þá datt snillingunum í hug að kalla þetta "aðlögunar-tímabil".
Þetta verður spennandi farsi að fylgjast með. Kannski slær þetta út sápuóperunum við og verður hið nýja "Glæstar Vonir":)
kv.
Bjöggi.
Sorgardagur á St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Athugasemdir
Það er ekkert vinstri/hægri..þetta er 4-flokkurinn í allri sinni mynd..gjörspillt og viðbjóðslegt...sannleikurinn er sár.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 1.2.2011 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.