3.2.2011 | 08:25
Vér stöndum allir saman og eigi...
... skulu vér borga:) Þetta gæti verið slagorð "Nýja-Íslands".
Það er ekkert að því að ganga lagalegu leiðina. Allavega í versta falli munum við "kaupa" mjög góðan og dýrmætan tíma.
Ef við vinnum málaferlin, þá getum svo sannarlega kallað þetta "nútíma-þorskastríð" okkar tíma. Og Ísland vann aftur!
Ef við töpum málaferlum, þá getum við allavega verið viss um að við vekjum svo mikla athygli að þessu bull máli að það gæti hjálpað okkur meira en við gerum okkur grein fyrir.
Ok, í alvörunni. Dettur einhverjum í hug að eitthvað "lagist" við það að setja þjóðina núna, sem er í blæðandi sárum að ná sér á fætur, og næstu 3-4 kynslóðir, í skuldafen til að fatlað eftirlitskerfi Breta og Hollendinga fái ekki hnekki.
Var einhver búinn að gleyma því að þessir aðilar (UK og NE) næstum því ropuðu útúr sér að þeir myndu gera "case-study" útúr Íslendingum. Þeir vissu þá að Írland væri vaggandi, Portúgal, Grikkland, og fleiri þjóðir sem ég man ekki akkurat núna.
Það mun ekkert slæmt gerast þótt þetta frumvarp verði fellt. Hræðsluóróður hefur alltaf verið settur fram til að hræða fólk til að greiða. Bæði af EU, sem jú, dælir inn peningum m.a. til Samfylkingarinnar til að halda uppi EU umræðu og inngöngu.
Það á að gera fordæmi úr Íslendingum: "Sjáið bara hvað gerist ef þið haldið að þið komist upp með að borga ekki!!"
Bottom line: Gefa fjármálakerfinu smá tíma til að koma hlutum af stað hér innanlands FYRST! Svo getur fjármálakerfið farið útí að gera plön að greiða þetta tilbaka.
kv.
Bjöggi
Hefur ekki tekið afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.