27.1.2009 | 14:37
Ágúst alveg alsæll og ekkert fúll? Viðreisnarveisla hjá Bjögga?
Hvað er málið? Það sér það hver einasti maður, sem hefur augu og vilja sjá, að samfylkingin er ekki bara sundruð heldur er hún smátt saman að liðast í sundur fyrir augum okkar. Fyrst skellir Björgvin sér á höggstokkinn, svona rétt til að sýna hinum hvernig á að gera þetta, hreinsaði svo úr öllum sínum stofnunum í leiðinni, svona rétt til að sýna lit. En, ekki fyrr en einn óhæfasti stjórnandi í stjórnsýslunni síðari ára fékk feitan og góðan starfslokasamning, ég meina hvað eru 20+ millur milli vina;)
Nú, svo er það hann Ágúst blessaður. Maður getur ekki annað en horft á hans sjónarspil sem tragedíska kómedíu - svo ekki sé sterkara til orða tekið. Ekki fúll?? Bíddu, hvern heldur hann að hann sé að plata. Það er ekki annað en að honum lá við gráti þegar hann minntist þess að hann var algerlega sniðgenginn af sínu flokksfólki þegar kom að ráðherrastólum. Hvers vegna, spyr ég eins og kjáni, var verið að kjósa aumingjans kjánann sem varaformann? Og svo skilja hann útí kuldanum. Ég kalla eftir því við mér fróðari menn að fundin séu dæmi þar sem varaformaður "hins stóra flokksins", eins og samfylkingarmenn kalla sig, fyrirgefðu kölluðu sig, er bara í frostherbergi alla stjórnasetu flokksins með sjálfstæðismönnum.
Ég yrði líka frústreðaður ef ég væri ekki í klíkunni. Fengi flotta kosningu í næst valdamesta embætti flokksins. Svo bara bless! - Nei, þér er ekki treystandi hér, "vinur". - Svona boðskapur hlýtur að bíta á menn fyrr en síðar. Ég er nokkuð viss um að Ágúst hefur komist að þessari niðurstöðu í desember sl., þegar stokka átti upp í ráðherrastólum stjórnarinnar fráfarandi. Þar var enginn stóll fyrir greyið frekar en fyrri daginn, og því ekkert annað að gera en að fara í nám, kannski helst þá til þess að læra meira, "fara í framhaldsnám" - eins og Ágúst orðaði það sjálfur. Jah, hann þarf allavega framhaldsnám í klíkufræðum og "körroptionisma" fyrir næstu innkomu í stjórnmálin - verði þá nokkurn tímann af því.
Nú svo geta þeir Gústi og Bjöggi náttúrulega bara slegið þessu upp í kæruleysi og mynda sinn eigin jafnaðarflokk, og viðreisnarveislan haldin með stæl.
Ég er ekki að fara í fússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.