Hrossakaupin á eyrinni - Steingrímur og Ögmundur á leiðinni heim?

Er fólki virkilega alvara með þessari vitleysu? Á að stýra landinu með minnihlutastjórn og hrossakaupum milli þá væntanlegra stjórnarflokka VG og Samfylkingu og leppanna þeirra? Hvað fá Framsóknarmenn nákvæmlega fyrir sinn snúð? - með glassúr? Hvað fá Frjálslyndir nákvæmlega? - meira en hrogn? 

Hvernig stendur svo á því að Ingibjörg er í öllum þessum hrossakaupum og látum? Hún er harla sjón að sjá. Það þurfti að leiða hana og styðja útaf fundi við Forsetann við stjórnaslitin. Það er alveg augljóst að hún er mun veikari en hún kannski sjálf gerir sér grein fyrir og stundum átakanlegt að horfa á viðtöl við hana þar sem hún er sífellt að endurtaka sig við hinum og þessum spurningum án tillit til innihalds þeirra, og sljóvgandi varla stendur. Allavega hefur maður það óþægilega á tilfinningunni að hún falli niður eins og steinn í yfirlið á hverri stundu þegar fréttamenn þjarma að henni. Held að hún ætti að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig og sína heilsu og stíga ALVEG til hliðar.

Eða er Samfylkingin virkilega svo desperat að keyra landið í viðræður við Evrópusambandið að Samfylkingin ætlar að nota allann þann tíma að kosningum, sem er nú harla lítill, til að fara í undirbúning á stjórnarskrá og öllu sem því fylgir á ca. 2-3 mánuðum og í öllu þessu ætla flokkarnir að vera í kosningarbaráttu! Hvað ætli Evrópusambandið dæli miklum peningum í Samfylkinguna til þess að hún tali sínu máli? Það ætti að vera öllum ljóst að Evrópusambandið dælir árlega tugum milljónum til Íslands í áróður með Evrópusambandinu! Hvers vegna? Hverjir nákvæmlega fá alla þessa peninga?

Ef flýta á kosningum enn fremur en í maí n.k., eins og Steingrímur hefur lagt til, hvernig er þá farið  með það  t.d. að ný framboð hafi nokkra möguleika til að koma sér á framfæri? Eða á þetta "Nýja Ísland" að detta í sama drullufarið og menn eru að spóla sig uppúr? Kannski er bara málið að skipta um kennitölu eins og hjá Nýja Landsbankanum og öllum hinum "nýju" bönkunum. Ég gæti t.d. bara skipt um kennitölu og heitið Nýji Björgvin;) Er ekki málið að gefa öllum tækifæri og vernda lýðræðið með þeim hætti að gefa öllum kost á að kynna sig sem til valda vilja komast.

Hvernig fara saman stefnumál VG og Samfylkingar? Þessir flokkar eru algjörlega á öndverðu meiði þegar kemur að atvinnusköpun, skattheimtu, virkjunarmálum, ríkissjóðsmálum, svo ekki sé minnst á Evrópumálin. Engin samstaða liggur í loftinu milli þessara flokka um forgangsröðun.  Er kannski hér gamall draumur þessara gömlu kredduflokka að rætast að allt vinstra liðið sé undir einn hatt komið.

En, Steingrímur sem Fjármálaráðherra!!!! Þetta er að þróast í hina verstu hryllingsmynd. Það þýðir bara: 1) Hærri tekjuskatttur 2) Hærri álögur 3) Nýr hátekjuskattur 4) Fjármagnstekjuskattur 5) Finnur örugglega nýja nefskatta fyrir okkur að borga, pottþétt.
Þannig að allir vitleysingarnir sem eru búnir að eyða tímanum sínum í að mennta sig og fá góða vinnu verða að borga meira en hinir sem ekki nenntu því. Ekki gleyma að allir sem ösnuðust til að leggja til hliðar sparnað fá að kenna hressilega á því, ekki síst afi og amma sem eru búin að strita frá sér alla heilsu að borga af sinni steypu og eignast sparnað - eru þau þá "auðmenn" og eiga að fá að finna hressilega fyrir því að vera framsýn? Hinir nátturulega sem hugsuðu ekki lengra en nefið á sér verða verðlaunaðir með niðurfellingu skulda, jú, sem við hin fáum að borga fyrir þau með hærri álögum:) Frábært!


mbl.is Hittast kl. 14 í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Þessi stjórn sem var að fara frá var ekki að virka.

Enginn látinn sæta ábyrgð, þar eru ábyrg bæði Geir og Ingibjörg.

Miðað við ástandið í þjóðfélginu, sem á bara eftir að versna, er viðbúið að það þarf að hækka skatta.

Hverjir komu okkur í þetta aðrir en Sjálfstæðisflokkur með dyggri aðstoð Framsóknarflokksins.

Gylfi Þór Gíslason, 27.1.2009 kl. 17:53

2 Smámynd: Björgvin Ólafur Óskarsson

Já, þetta er rétt hjá þér. Við erum bara einangruð eyja norður í buska sem enginn veit af. Enginn hérna á klakanum ber ábyrgð á einu eða neinu sem hann/hún gerir eða tekur ákvörðun um, sérstaklega ekki þeir sem eyddu því sem þeir aldrei áttu - ergo: tóku lán ofaná lán ofaná lán.....
Við erum á engan hátt tengd neinum fjölþjóðlegum efnahagstengslum við nokkurt land á jarðkúlunni. Það er alls ekki því um að kenna að hér hafi verið slegið innflutningsmet árlega s.l. 10 ár, eða svo, í gengdarlausu innflutningsæði hins almenna borgara?? - Það gerðist aldrei.... 
En, engar áhyggjur. Nú er búið að setja Sjálfstæðisflokkin (í bili) í frystikistuna, þannig að nú ættu allir sem fara vinstri hringinn á hringtorgum að gleðjast ógurlega.
Það eru margir glataðir hlutir sem komu okkur í þetta ástand. Jú, Sjálfstæðismenn svo sannarlega, Framsókn, pottþétt, Samfylkingin örugglega, og svo megum við ekki gleyma steingeldri.... ömurlega máttlausri stjórnarandstöðu s.l. 16 ár eða svo.
Segðu mér kæri krati (sorry kemur fram á siðu þinni að þú sér "Helv. kratinn"), já, segðum mér og upplýstu mig um hvaða lagafrumvörp undanfarin ca. 3 ár hafa komið frá t.d. stjórnarandstöðu, þ.e. Vinstri grænum, Frjálslynda flokknum, og Framsóknarflokknum (s.l. kjört.bil), og/eða hafa verið lögð fram  á okkar Alþingi sem hefðu haft einhver áhrif á það sem yfir okkur dynur núna? Ég held 0, ef þú veist betur láttu það þá flakka! En, svo ekki sé minnst Samfylkinguna, hvað gerðu þau? Hvað gerði bankamálaráðherrann okkar, sem er nú i flokki Ingibjargar Sólrúnar, ekki satt? Hvað gerðu stofnanir undir hans stjórn? Bara spyr.

Björgvin Ólafur Óskarsson, 27.1.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband