28.1.2009 | 14:02
Merkilega ómerkilega merkilegur hjónaskilnaður.
Hefur Samfylkingin ekki alltaf verið betri PR en Sjálfstæðismenn? og reyndar allir hinir flokkarnir líka? Þessi PR-vél Ingibjargar er alveg makalaus. Sjálfstæðismenn þyrftu svo virkilega á henni að halda.
Réttast hefði verið að flokkarnir hefðuð stokkað upp í lok síðasta árs eins og til stóð. En...... ;) sagan endurtekur sig ekki satt? Alltaf skulu Sjálfstæðismenn vera skúrkurinn.
Þetta minnir mig á hryllingssögurnar um hjónaskilnaði þegar "kallinn" er alltaf skíthællinn. Nú, það er vitað mál að ríkisstjórnin hóf sig á kossaflensi. Ríkisstjórnin endaði með kossi dauðans, svona eins og í Godfather;) Kysstur og hylltur, en þegar á hólminn er komið er aftakan að hefjast, það sýndi sig svo sannarlega á háttarlagi Ingibjargar að hún var ansi - já bara töluvert illkvittnari í garð Geirs en hann til hennar.
Í þessu sambandi er ..... Samfylkingin þá.... konan?.... ekki satt og Sjálfstæðisflokkurinn.... kallinn.... ekki satt?? Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er vondur og leiðinlegur og allt honum að kenna. Á meðan Samfylkingin er.... kúguð og beitt ofríki... alveg saklaust fórnarlamb aðstæðna.... og gerði ekkert til að leggja til í púkkið um hvernig er fyrir okkur farið.
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.