Sigurður greinist með lekanda!

Það er engu líkara en að vel smurður lygavefur sé í vændum og mikill hvítþvottaáróður að ryðjast fram frá Sigurði og félögum, enda blessuðu mennirnir búnir að hafa um 4 mánuði til að kokka sínum bókum saman, eyða gögnum, tryggja baklandið og nóga peninga til að leika sér á jómfrúunum Bresku.

Mér finnst þetta allavega alveg ótrúlegur lekandi af upplýsingum í ljósi þess að Sigurður er búinn að segja að 3-4 mismunandi hlutir hafi fellt bankakerfið, jú, og svo þetta. Er þetta ekki líka alveg dæmalaus tímasetning að þegar í loftinu liggur frumvarp til laga um að kyrrsetja eigur íslenskra auðmanna, þá bara POPPSALAPOPPS, dúkkar upp ástarbréf til ættingja og vina frá Sigurði Einars. Sorry, mér er svo ofboðið að orð í óbrenglaðri mynd komast ekki á þann stað í huga mínum gagnvart þessum aðilum.

Sigurður, bara bein spurning hérna, ertu virkilega svo vitlaus að halda það að fólk sjái ekki í gegnum þetta hjá þér? Er þetta ekki afar hentugur tími til að "leka" slíkum upplýsingum, "einkabréfi", eða hvað þú vilt kalla þetta. Þú veist það vel og ég að bréfið er eingöngu til þess fallið að veita villandi upplýsingar og slá ryki í augu fólks.
Fyrir utan það, ef þú gerðir ekkert af þér,  hvers vegna ertu þá ekki hér á klakanum að taka til hendinni og hjálpa til með upplýsingagjöf eða bara þrífa skítinn eins og við hin? Er eitthvað fleira sem þú hefur uppí erminni til okkar "vina og vandamannanna" hér á klakanum sem þú vilt deila með okkur?


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband