28.1.2009 | 15:39
Skrattinn loksins búinn að hitta ömmu sína.
Já, maður getur ekki annað en brosað útí eitt, og svo hitt, og svo bæði.
Mikið gasalega ætlar þetta að verða vandræðalegt fyrir Ögmund. Vinstri grænir rétt byrjaðir á að ræða við hugsanlegann samstarfsríkisstjórnakredduflokkinn, og vitleysan strax byrjuð. Maður sem búinn er að helga sig verkalýðsbaráttu undangengin - guð má vita hvað - mörg ár.
Skemmtileg tilviljun að Dabbi kallinn er orðinn "skjólstæðingur" Ögmundar. Þá er spurning, gengur Ögmundur á grundvallar-hugsjónarmið sín með því að ráðast svona með beinni aðgerð að einum starfsmanni í stjórnsýslu, þ.e. ríkisstarfsmanni. Er þetta virkilega orðið svo slæmt að verkalýðsbaráttan fleygir útum gluggan áratuga baráttumálum - til að fá svalað sínum sérhagsmunum? Jah, veit að það eru fleiri en Jón Sigurðsson (forseti) sem eru orðnir ókyrrir í gröfum sínum.
Hefði verið mjög rausnalegt af Ögmundi að upplýsa almenning um að það er mál sem vanda þarf til að losa út ríkisstarfsmann á stjórnunarstigi Davíðs. Þetta hefði verið gott innlegg í umræðuna, og líka með það að Vinstri grænir eins og aðrir flokkar hér á landi sem og stjórnmálamenn, hafa ekki græna glóru hvernig á að takast á við þau vandamál sem fyrir okkur liggja.
Ég ámæli Ögmund, þrátt fyrir að ég hef alltaf borið ómælda virðingu fyrir honum, fyrir að þjóðnýta sér stöðu landsins og leggja af þjóðstjórn til að pota og ota sínum tota. ÖGMUNDUR: Hvar eru 5 milljarðarni sem lífeyrissjóðurinn sem þú stýrðir "týndu"?? Já, hvar? Þá var ekkert hrun eða spreð í gangi. Er búið að finna þessa peninga?
Davíð undir væng Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Athugasemdir
Þetta er nú ekkert annað en neðan bletis högg á þann heiðvirða mann Ögmund Jónasson.
Hann hefur aldrei verið í kjarabaráttu fyrir Seðlabankastjóra eða aðra ríksiforstjóra.
Hann sem formaður BSRB hefur fyrst og fremst beitt sér fyrir því að verja kjör og rétt venjulegs fólks innan þessara samtaka.
Allir eiga svo auðvitað að eiga sinn grunnrétt og sín grunn mannréttindi.
En að gera því skóna að Ögmundur hafi gengið sérstakra erinda þessara Ríkisforstjóra eða annrra stórforstjóra í þjóðfélaginu er hreinn og beinn útúrsnúningur og svona álíka heimska og vitleysa eins og að snúa Faðir vorinu uppá andskotann !
Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem endlaust geta bölsóttast útí Ögmund og ekki þola það að VG muni hugsanlega setjast í þessa Ríkisstjórn, sem reyndar verður aldrei nema til mjög skamms tíma.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:59
Bíddu við. Hvar eru hundruð milljarðarnir sem stolið var undan nefinu á þessum ónytjungum sem eiga að heita yfirbankastjórar???? Út með ruslið.
Davíð Löve., 28.1.2009 kl. 16:04
Jah, síðast þegar ég vissi þá stendur BSRB fyrir Bandalag Starfsmanna Rikis og Bæja. Ekki láta svona. Auðvitað er Dabbi á borðinu hjá Ögmundi. Eða viltu meina að Dabbi sé ekki ríkisstarfsmaður?
Hef miklar mætur á Ögmundi og það er bara þannig að mér finnst hann oft (ekki alltaf sko) hafa mikið til síns máls að leggja. Kalla samt eftir þvi aðhaldi sem mér finnst hann hefði átt að veita XD, XB og XS. Kannski óraunhæfar kröfur hjá mér, en þarna saknaði ég verkalýðsþreksins hans. Hefði viljað fá frumvörp á Alþingi frá VG sem SÝNDU, svo ekki væri um villst, að menn nenntu að gera meira á alþingi en að kvarta yfir lækkun hátekjuskatta og að það megi hvergi virkja. Veit að frumvörpin hefðu dáið drottni sínum, en í það minnsta gætu þeir sömu staðið eftir og sagt: Jah, við lögðum þetta fyrir alþingi og þessu var hafnað af (.... hér kæmi svo langur listi af nöfnum).
Björgvin Ólafur Óskarsson, 28.1.2009 kl. 16:15
Davíð Löve; Ef þú heldur að Davíð sé eini starfsmaðurinn sem tekur ákvarðanir í Seðlabankanum, þá held ég að það sé tími kominn fyrir þig að kíkja t.d. á heimasíðuna. Hann er ábyrgur - engin spurning - og mikill hroki að setja stjórnvöld í pattstöðu - hefði með réttu átt að segja af sér til að skapa frið fyrir alla. Eða bara almennt að kunn að skammast sín og gera það strax eftir bankahrun.
Gunnlaugur, og þú Davíð aftur: Ögmundur, Jóhanna og fleiri yndislegt þingkrútt eru ekki yfir neina gagnrýni hafin eða ámæli. Þetta fólk, eins og fráfarandi ríkissttjórn gerði, á eftir að renna á rassgatið nokkrum sinnum, en ég svo sannarlega vona að þau læri vel og hratt í hvert skipti - vegna þess að velferð okkar er undir því komin ekki satt.
Björgvin Ólafur Óskarsson, 28.1.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.