Móðir allra ríkisstjórna (part 1)

Funny20-20Mom201

Það var mjög fyndið að allur áróður í Baugsmiðlum gengur útá að það sé sjálfgefið að Jóhanna sé næsti forsætisráðherra. Allavega veit ég núna miklu meira um þessa konu heldur en ég kæri mig um að vita. En, liggur það þá ekki ljóst fyrir að Samfylkingin er búin að raka til sín öllum hinsegin atkvæðum líka? Sagt er að Jóhanna verði fyrsti kvennmaðurinn í sögu lýðveldisins að hampa forsætisráðherrastól, tala nú ekki um að það hlýtur að vera pottþétt þar sem hún er samkynhneigð líka - en, hvaða máli skiptir það? Af hverju skiptir það máli hvaða kynhneigð hún hallast til?? Gerir það hana hæfari eða óhæfari? Hvurslags bull. Hún er kona nr. 1, 2 og 3. Hvað hún gamnar sér utan þings skiptir ekki megin máli hér.

Sérstaklega er þessi áróður fyrir henni athyglisverður í ljósi þess að engin ríkisstjórn er við völd hér í dag, heldur núverandi (fráfarandi) starfsstjórn. Athyglisvert að fréttasvið Stöð2 skyldi vera búið að kokka upp öllum hennar ferli og í talpípustólum um að hún sé orðinn forsætisráðherra, og það á innan við sólarhring frá stjórnarslitum.

En dæmandi af listanum sem nefndur er í fréttinni þá lítur út að það sé gott að vera vinur vina sinna.


mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband