blablablablabla.....

Bíddu hvað er málið? Þessi stjórn á að sitja í hvað, febrúar, mars og apríl (ef hún er heppin). Hvað er svona erfitt? Afhverju er ekki málalok kominn? Kommon gæs, drífa þetta af!!!

Er þetta ekki frekar einfalt?

1.  Fá skuldastöðu ríkissjóðs - til að ákveða næstu aðgerðir.

2.  Fá skuldbindingastöðu fjármálafyrirtækja erlendis sem hugsanlega gætu lent á ríkinu eða sem í það minnsta þyrfti að semja um.

(ég allavega fyrir mína parta ætlast til þess að ég fái um það að segja hvað mínir skattpeningar fara í að borga og hversu mikið og FYRIR HVERJA)

3.  Setja peninga inní íslenska banka og reka alla millistjórnendur og hærra setta, þar þarf líka að hreinsa til. Þetta myndi þá kannski þýða að banarnir gætu farið að funkera.

4.  Aðgerðir fyrir fjölskyldur, t.d. frysta skuldir er snúa að því að fólk geti lifað næstu 12 mánuði þokkalega af.

5.  Aðgerðir fyrir fyrirtækin, t.d. að lánalínur til þeirra komist í gang þannig að mörg þeirra þurfi ekki að gefa upp öndina að óþörfu.

6.  Hafa áhættulán með litlum tryggingum til að freista þess að menn geti komið sér útúr mestu þrengingunum, á sérkjörum frá ríkinu og með rúmum endurgreiðsluskilmálum. Er það ekki betra en allir fari á hausinn?

7.  Fólk sem mun taka við atvinnuleysisbótum geti kosið að fara í nám, en án skilyrða LÍN. Er ekki betra að borga fólki fyrir að mennta sig í stað þess að það sitji heima á rassgatinu og geri ekki neitt en að horfa á imbann í von um að ástandið bætist.

8. Koma þeim til landsins sem bera megin ábyrgð á hruni okkar efnahagskerfis, þar sem þeir verða látnir sæta ábyrgð og sæti rannsókn. Hvort sem það hefur í för með sér að þeir verði fangelsaðir eða opinberlega hýddir fyrir framan Alþingishúsið.

allt annað getur beðið kosninga, ekki satt?


mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var henni mál að míga eða getur hún ekki verið kyrr?  Hvernig er hægt að vera nær Evrópu með flokki sem er yfirlýstasti flokkurinn gegn ESB?  Alltaf sama kjaftæðið í samspillingunni,  og hafi heimurinn hlegið að því að fjármálaráðherra væri dýralæknir...hvað segja þeir um að forsetisráðherra er samkynhneigð flugfreyja?

haffi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband