30.1.2009 | 08:59
Búið að leggja niður aðra Háskóla.
Þetta er myndarhópur sem kippt hefur verið í til að stýra hinum flóknu úrlausnarmálum sem framundan er.
Annars er engu líkara en að á Íslandi séu engir Háskólar til staðar, eða verðugir, nema hin háttvirta stofnun Háskóla Íslands. Í það minnsta er ekki að skilja á fréttinni að leitað hafi verið "almennt" til háskólasamfélagsins (frekar en fyrri daginn), heldur eingöngu þeirra sem hafa talað út síðastliðna mánuði og/eða þeirra sem hafa verið (eða eru) við störf við Háskóla Íslands. Er þá ekki bara réttast að það sé bara einn ríkisháskóli, Háskóli Íslands? Virðist allavega ekki verið mikið í hina Háskólana að sækja? eða hvað? Hvað með t.d. Háskólann í Reykjavík? Bifröst? Landbúnaðarháskólann? Háskólann á Akureyri? Neh, leggja þá bara niður. Ekkert frá þeim að hafa.
Annars er maður ómælanlega glaður að loksins sé farið að leita náðar "sérfræðinga" til að setjast í forsvari í þessum óvinsælu málaflokkum, t.d. eins og viðskiptaráðuneytið, sem Samfylkingin skildi eftir sig í brunarúst.
Gylfi tók ráðherraboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.