30.1.2009 | 09:08
Heimsmet í tíföldun!
Það er engu líkara að blessuðu "útrásarvíkingarnir" hafi fengið tilefni til að koma sér í samband við Guinnes heimsmetabókina. Hér er enn eitt dæmið, þ.e. Eimskip, um hversu ótrúlega vandasöm verkefni voru. Ég, allavega fyrir mitt leiti er farinn að skilja þetta aðeins betur.
Tíföldunarreglan: Þú kaupir fyrirtæki á verðinu 1, selur vini þínum það á verðinu 7, hann selur svo til ykkar sameiginlegs vinar á 15. Fyrirtækið er svo skuldsett í millitíðinni fyrir allt að 10. En, ekki gleyma að þurrka út sjóðina af öllu lausa- og eigiðfé fyrst, þannig að það sé pottþétt að arðuirnn skili sér frekar fyrr en seinna. Þannig að þegar fyrirtækið hittir smá erfiðleika, þá er allavega til 10-faldar skuldir til að velta sér uppúr. Þannig að fyrirtækið sem var keypt á 1, skuldar núna 10, og allir fitna. - ATH: Engar áhyggjur; Jómfrúrnar passa sko vel 10-földu peningana. Kerfið er ergo: Pottþétt!
Ekki heldur hafa áhyggjur þó dótið fari á hausinn, því fyrirtækið er bara virði ca. 5, þannig að þú færð felldar niður skuldir að jafnvirði 5. Flott útspil, þar sem þú leggur ekkert út, en græðir 10.
Máltækið: "Margur verður af aurum api"; á alls ekki við hér.
Tap Eimskip 96,66 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.