Björgunarkútur GIR.

Mér er spurn: Hversu margir "Arar" eru þarna úti, sem hafa svipaða vitneskju og og hann??

Mér er spurn: Hverjum eru fólk að gera greiða með að halda slíkum upplýsingum leyndum?

Mér er spurn: Hefur fólk svona mikla dýrkun og minnimáttarkennd fyrir "auðvaldinu" og peningum að það sér sig smátt og aumt að greina frá svona hlutum?

Mér er spurn: Fyrir "einfaldann" almúga, er það að sitja slíkan fund á við gríðarlegt áfall? Þ.e. að það taki áratug að melta hlutina hvort þarna hafi verið eitthvað gruggugt í gangi?

Mér er spurn: Tekur það 10 ár, og algjört efnahagshrun, til að menn ropi slíkum upplýsingum útúr sér?

Mér er spurn: Halda menn virkilega að þetta sé einsdæmi?

Mér er spurn: Hverjir tóku þátt í þessum sjóð, og hverjum tengjast þeir?

Mér er spurn: Hverjir kenndu Kaupþingsmönnum þetta?

Er furða að maður spyrji?

Maður verður víst að bíta í það súra að þar sem er eftirspurn, þá er víst til framboð.


mbl.is Rannsakar kynningu á GIR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski hefur Ari einfaldlega ekki haft næga þekkingu á fjármálum til að gera sér fulla grein fyrir öllu því sem var á seyði á þessum fundi fyrir áratug síðan. En eins og restin af þjóðinni hefur hann í vetur eflaust fengið "crash course" nám í hagfræði og við það hefur runnið upp fyrir honum ljós. Ég er viss um að svo er farið með fleiri, sjálfur er ég t.d. kominn með prýðilegan skilning á fjölmörgum fjármálahugtökum nú orðið en fyrir tveimur árum síðan var þetta eins og hebreska fyrir mér. Atriði eins og hversu lítill gjaldeyrisforði Seðlabankans var í hlutfalli við stærð bankakerfisins eru t.d. mjög einföld þegar maður veltir þeim fyrir sér, en fyrir nokkrum árum síðan þá gerði maður það bara einfaldlega ekki!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband