Bónus mælir svo fyrir.

Hvaða rugl er í gangi? Því er ekki hjólað í Bónu?, sem rekur aðra hverja verslun á landinu? Hvað hefur Krónan gert þessu fólki? Bónus hafði hækkað hjá sér um 8 prósent! Er þá ekki ástæða til að stofna hópinn 8.0? Hjóla svo í allar Bónusverslanir og líma 8.0 límmiða á allar vörur?

Held að hér sé á ferðinni gott útspil Jónsfeðga til að taka athyglina af því að hér hafa þeir sett allt á hausinn með gengdarlausu ábyrgðarleysi þegar þeir hafa gengið inní hvert stórfyrirtækið hér á landi, þurrausið það eigið fé sínu, og nú brunarústirnar einar eftir. Það verður seint tekið af þeim feðgum að þeir kunna að slá ryki í augu fólks og ýta fókusnum í alveg óskiljanlegar áttir.

Þetta minnir mig á orð forsvarsmanns Atlantsolíu, þegar hann var spurður um hvers vegna þeir væru "bara" 1 aur dýrari að meðaltali, þégar hér ætti að ríkja hörð samkeppni í sölu á bensíni og dísel? Svarið var á þessa leið: "...hugsaðu þér hvað verðið væri ef við værum ekki á markaði..."

Þetta er nefnilega punkturinn. Þeir stærstu stýra alltaf vöruverðinu. Þeir búa yfir mestum innflutningi og hagræði þar, eiga megnið af heildsöluinnflutningi, þeir stýra stærsta dreifinganetinu og þar af leiðandi ekki ósjaldan flesta möguleika til smásölu, eiga fasteignafélög til að vernda nágrenni sitt þannig að enginn geti opnað verslanir í nágrenni við þá, fasteignafélög stofnuð í þeim tilgangi að hamla og koma í veg fyrir  samkeppni..... svona mætti lengi telja. En, hvað veit ég?


mbl.is Mótmæltu hækkun vöruverðs í Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband