5.2.2009 | 14:44
Þá byrjar ballið.
Jæja, þá er sérstaki saksóknarinn kominn í gírinn. Verður gaman að fylgjast með framvindu mála og hvernig til tekst.
Það sem kemur úr þessari vinnu setur væntanlega tóninn fyrir það sem koma skal.
Allavega byrjar hann vel, tekur til sín menn sem sulla í þessu allan liðlangan daginn og hafa skynbragð á því hvernig þessir hlutir fara fram. Ég get ekki ímyndað, allavega svona í fljótu bragði, hverjir aðrir eru vanir að umsýsla þessi mál, nema þá helst þeir sérfræðingar sem löggan sjálf notar í slíka hluti.
Spurning hvort hann ætti að sækja til víðri veggja, t.d. embætti skattrannsóknarstjóra? Þar er örugglega líka hæft fólk í þessi störf. Allavega betur til mála komnir en t.d. fjármálaeftirlitið, enda hefur það runnið á rassgatið í sífellu með aðgerðarleysi en stanslausum rannsóknum sem ekkert leiða af sér annað en bloggfærslu á síðu fjármálaeftirlitsins.
Starfsmönnum fjölgar hjá embætti sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.