Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Bankann, beint heim í stofu!

Maður er varla að trúa þessu. Þetta er bara, af einhverjum ástæðum, eitt það fyndnasta sem maður hefur lesið. Hvernig í ósköpunum dettur mönnum i hug að það muni enginn taka eftir því að heill hraðbanki sé horfinn?

Annars, þá minnir mig þetta á Americas Wildest Police Videos... eða hvað það nú heitir, þegar einhverjir "hill-billy" gaurar komu á pickup, bökkuðu honum inní lítið bankaútibú, settu hlekki utanum eitt stykki hraðbanka, hengdu í krókinn á pickup bílnum og bara tættu af stað. Það var ekki sökum að spyrja, hraðbankinn hafði lítið um málið að segja og elti bílinn, hlekkjaður. Svona drógu þjófarnir skápinn einhverja leið, losuðu sig við bílinn þar sem hann var stolinn. Það lygilega í þessu er að enginn hafði séð til þessara svaka átaka, né tekið eftir pickup bíl með hraðbankann í eftirdragi eftir götunni. Lögreglan var nú reyndar ekki mjög lengi að hafa hendur í hári kauðanna, vegna þess að með þvi að draga blessaðan hraðbankann eftir götunni alla leið heim til sín... well, you figure out the rest;)


mbl.is Grunaðir hraðbankaþjófar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsala! Útsala!

Það er nú bara þannig að þegar einn tapar þá græðir einhver annar. Nú er Nýherji augljóslega undir hnífnum og er að tapa. Hver ætli bíði á hliðarlínunni og sé að græða? Ætli bankinn þeirra "yfirtaki" ekki bara reksturinn og afhendi hann svo, jah, allavega "góðum" rekstraraðila. En, allavega ekki fyrr en búið er að afskrifa smá slatta af skuldunum.


mbl.is Uppfyllir ekki lánaskilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband