Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
1.2.2011 | 09:03
Er þá ekki réttast að selja ...
... Gerard líka? Hvaða lyfjum eru þessir menn eiginlega? Liðið er í sjöunda sæti, sem er ekki möguleiki í meistaradeildina, og ekki einu sinni UEFA.
Þurfum við að bíða í 10 ár núna eins og á 9. áratugnum? þannig að eitthvað fari að gerast?
Kannski eru menn bara að vona að Gerard verði svona annar Ian Rush eða M Owen. Held það samt gerist ekki á næstunni. Lakkríslengjan og Norðmaðurinn farnir líka. Benitas þjálfari.
Lítur út að þeir ætli að sturta liðinu í klósettið ... vonandi til að byggja það upp. En hvernig ætla menn sér að halda úti topp liði með þvi að selja alla bestu lykilmennina sem gera liðið að því veldi sem það hefur verið frá upphafi.
Allavega, vona að einhver þarna úti með meira vit í kollinum en ég fatti hvað er í gangi hjá mínu ástkæra liði.
kv.
Bjöggi.
Liverpool staðfestir sölu á Torres | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2011 | 08:22
Þegar gera skal eitthvað...
... sem aldrei hefur verið gert áður, þá skal skapa hefðina.
Kosningar þar sem þú færð nokkur hundruð nöfn til að velja úr er jafn tilgangslaust og tilviljanakennt og taka þátt lottóinu og halda að maður hafi 50/50 möguleika.
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þykjast vita hvað er best í þessu. En, eitthvað segir mér að besta útkoman hljóti að koma frá Alþingi. Það hefur þegar verið kosið fólk á þing. Rolurnar þar blessuðu hafa ekki nein bein í nefinu (reyndar þrátt fyrir allt er það brjósk....) og taka ákvörðun í þágu kjósenda sinna. Nei, best að eyða tíma, mannskap og DÝRMÆTUM skattapeningum í að "kjósa" skrilljón manns.
En, kannski er best að stjórnlagaþing sé best úr garði gert af atvinnupólitíkusum í sambland við okkur almúgann. Þannig kannski reynist það auðveldara að fólk komist á jörðina með hvað "hin hliðin" hugsar.
En hvernig ætlar fólk að mynda sér skoðun á fólki sem það veit ekki tangur né tetur á, hvort það er klárt í kollinum eða nýsloppið af kleppi.
Vona bara að okkar fróða fólk, og vel menntuðu fræðimenn, komi pólitíkinni í skilning um hvað þarf að gera, og séu ekki hræddir við að láta skoðanir sínar í ljós vegna tengsla ríkisins við allar menntastofnanir landsins.
Ekki reyna að plata sjálfan þig. Stjórnvöld eru í eðli sínu eins og eining, mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lifa og stjórna... helst þér:)
kv.
Bjöggi.
Kjörið er ótraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2011 | 08:05
IMF ætti að taka...
... sér laaaaangt frí. Ég meina svona kannski 100 ár eða svo.
Trúi því bara ekki að IMF skuli alltaf vera síðasta stáið. Það er allavega klárt að enginn tala um að IMF er vægt til orða tekið umdeilt batterí. En batteríið er knúið af Bretum, Þjóðverjum, og ekki síst Bandaríkjunum. Eða, er fólk búið að gleyma því hvað IMF gerði í Argentínu? Öll helstu fyrirtækin þar enduðu svo í höndum Bandaríkjamanna :) Húrra fyrir IMF hendi USA. Þeir ættu að breyta þessu apparati í GUYS / = Give Us Your Stuff
Ég bara fatta ekki hvers vegna þetta var eina leiðin, þar sem vitað og sannað mál er að það er ALLTAF hægt að komast yfir peninga. Þeir kannski eru bara á öðrum kjörum en gerist þegar hagkvæmast er.
En, vona að þetta sé í síðasta skiptið sem við leitum til þessa ömurlegu einkahagsmunastofnunar. Gætum jafnvel gert eins og Argentínumenn gerðu á endanum og vörpuðu IMF fyrir borð. Veit ekki betur en Argentína sé enn á landakortunum í dag. Allavega, önnur umræða fyrir annan dag.
kv.
Bjöggi
AGS: Ójöfnuður hægir á efnahagsbata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2011 | 07:53
Myndu þau nenna...
...að labba til Washington? Held að það gæti verið að Egyptar eigi nokkuð vantalað við stjórnvold BNA. Allavega virðist vera skv. erlendu fréttastofunum að Kaninn hafi (að sjálfsögðu) dælt inn peningum á þetta svæði.
Það sem aðila hafa mestar áhyggjur af er að SH2 taki við (SH= Saddam Hussein). Þá verður allt kolvitlaust nátturulega, ef Egyptar skyldu nú detta í hug að fara hugsa á eigin forsendum:)
Enn fyndnara er hvað þetta kemur öllum í opna skjöldu.
kv.
Bjöggi.
Egyptar undirbúa milljón manna göngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björgvin Ólafur Óskarsson
Tenglar
Mínir tenglar
- ATV.is Fyrirtæki eða atvinnuhúsnæði við þitt hæfi, þá byrjar leitin hér:)
- Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði | Til Leigu | Til Sölu | Umsjón
- MBL.is Rokka feitast í fréttum og fasteignaauglýsingum.
- VISIR.is Smáauglýsingarnar eru betri:)
- Húsið Fasteignasala Húsið Fasteignasala