Ekki píp um kvótann!!

Vá, maður hefði haldið að þar sem þeir 2 flokkar sem hafa hvað mest verið yfirlýstir andstæðingar kvótakerfisins og hafa hvað mest gagnrýnt kvótakerfið sem "gjafakvóta til hinna útvöldu". Jafnframt hafa þessir aðilar, þ.e. Samfylkingin og Vinstri Grænir, heitið því, æ ofaní æ, að komist þeir til valda þá myndu þeir leiðrétta þetta misrétti.

En, nú bólar ekkert á því. Ekki svo mikið sem píp. Samkvæmt því vinnuplaggi sem þessir flokkar vinna eftir nú eru: Númer eitt, er verið að sópa til í Seðlabankanum. Númer tvö er verið að gera eitthvað í öllu og því sem er að - ergo: sama rullan og fráfarandi ríkisstjórn fór með - engar breytingar þar.

Ekki er minnst einu pípi á kvótann, eða það tækifæri sem ríkið hefur til að koma þessum auðlindum tilbaka í hendur þeirra sem eiga auðlindina, þ.e. þjóðin sjálf. Á sama hátt og aðrar auðlindir eru nýttar, t.d. heitt vatn, gufur og fallvötn eru i almannaeigu, nema með þeim undantekningum þegar framangreint er á jörðum sem eru í einkaeigu. Það eru svo aðilar (t.d. ríki og sveitarfélög - sumum tilfellum einstaklingar) sem fá leyfi frá ríkinu til að nýta þessar auðlindir gegn ákveðnum leikreglum.

Ég heyrði þeirri tölu fleygt að sjávarútvegurinn skuldi ca. 800 milljarða iskr, en skuldaði fyrir ekki svo mörgum árum síðan um 70-80 milljarða iskr. Þarna eru "sægreifarnir" búnir að keyra upp skuldir sjáfarútvegsins með kvótabraski og áhættufjárfestingum í útrásarhugleiðingum - fjárfestingar sem hafa verið plataðar uppá þá, en, þeir sitja engu að siður í súpunni - skuldasúpunni fyrir vikið.

Það er einnig ólíðandi að eini flokkurinn á þingi, Frjálslyndir, sem var flokkur stofnaður sérstaklega til höfuðs kvótakerfisins og kvótabrasksins, skuli ekki keyra af mikið meiri hörku í þetta mál og nýta þann meðbyr og þá vakningu og siðferðiskennd (loksins) sem er að rísa hér í þjóðfélaginu á síðasta misseri.

Þjóðinni mun aldrei fá annað eins tækifæri til að skuldajafna skuldir vs. kvóta og færa þessa lang-verðmætustu eign Íslendinga aftur til fólksins. Það er íslenska ríkið sem á skuldirnar, og þar með kvótann sem er tryggingin fyrir skuldunum. Mér líst skelfilega illa á þá hugmynd sem maður hefur heyrt fleygt fram um að fella niður skuldir á sjáfarútveginn, til þess eins að gefa þeim "vinnuskilyrði" og vernda "tugi" fjölskyldna sem skapa sitt viðurværi á þeim forsendum - EN, hvað með hinar þúsunda fjölskyldna sem blæða, og hugsanlega munu blæða enn meira ef sjáfarútvegurinn hefur komið sinni áru svo illa fyrir borð að hann sé að leggjast á hliðina?

Eigendur og rekstraraðilar sjáfarútvegsins, eins og margt annað sukk sem er að komast uppá yfirboðið þessa dagana hafa sýnt af sér mikið vanhæfi í rekstrinum ef þetta er niðurstaðan eftir öll þessi ár að sjáfarútvegurinn sé bókstaflega á hausnum og löngu orðinn meira en tæknilega gjaldþrota.

Kvótann til fólksins.


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Ólafur Óskarsson

Var ekki bara tími kominn til að maður myndi ropa einhverju útúr sér. Mér finnst samt einhvernveginn betra að gera það með nútímaþægindum, laus við veður og vind, og vopnaður lyklaborði:)

Höfundur

Björgvin Ólafur Óskarsson
Björgvin Ólafur Óskarsson

Umfram allt er maður Poolari fram í rauðann dauðann!!! þar fyrir utan búinn að vinna við sölu fasteigna og fyrirtækja í yfir 17 ár:), rek slíka ásamt föður mínum, sjá "www.atv.is" ... í tölvu- og hugbúnaðargeiranum í 5 ár. Ég er kerfisfræðingur með 4 löggildingar tengdum fasteigna- og verðbréfaviðskiptum. Hef setið í ýmsum starfshópum og nefndum ungliðahreyfingar sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • betty-boop-cell
  • Funny20-20Mom201
  • sig_hrei
  • bankahrun copy
Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Ætlar þú að flytja úr landi og freista gæfunnar?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband